Raids er basically þegar þú hefur 20 eða fleiri blóðþyrsta spilendur saman í einni dungeon/borg/svæði með það að markmiði að sigrast á einum “aðal kalli” þar, eða að útrýma öllu lífi í einu svæði.
Til margs konar mismunandi raids.
Dæmi: Nagafens Lair, þetta er dungeon sem er í miðju eldvirku svæði, þar berjast menn við Kobolds og fleira skemmtilegt flesta daga, ef þú ferð of langt inn endarðu á svæði sem Fire Giants stjórna, King Tranixx, Warlord Skarlon og Mage Rokyl stjórna Fire Giants þar, þetta eru allt verur sem eru 45.-50. level, og þarf því helvíti öflugann mannskap til að sigrast á þeim (Þegar þú er orðinn level 53+ þá geturðu sigrast á þeim með einni 6 manna group).
Eftir að hafa sigrast á þeim geturðu barist við drottnara Nagafen´s Lair, Sjálfan Lord Nagafen, sem er rauður dreki, og þarf 30 manns eða svo á bilinu 45-52 til að sigrast á honum.
Þetta er dæmi um raid, einnig sem dæmi eru Plane of Hate og Plane of Fear, þar sem guðirnir Innoruuk god of Hatred og Cazic Thule god of Fear ríkja, það þarf 25 eða fleiri 46 level og hærri spilendur til að berjast við djöflana þar, og sigrast að lokum á guðunum sjálfum.
Hvernig hef ég nennt að spila svona lengi?
Jú fyrst fílaði ég leikinn bara alls ekki, fannst hann asnalegur og tímasóun, en síðan fékk ég bara eiithvað æði fyrir honum og byrjaði að spila fyrir alvöru, og trúðu mér fyrstu 20 level eru leiðinleg, þegar maður er kominn á level 30+ með characterinn sinn þá er maður farinn að lenda í nokkuð öflugum bardögum og Raids.
Hef bara ekki kynnst neinum leik sem hefur upp á svona mikið að bjóða í sambandi við spennu og stærð, hann er HUGE!
Að Kanna ný svæði er líka mjög spennandi, en það koma samt tímar á milli þar sem maður er að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, en það er víst nauðsynlegt svo maður verði öflugir og fái betri búnað til að berjast við erfiðari verur.
Þetta er samt rosalega tímafrekt, það tekur mjög langann tíma að komast upp í level 50 í fyrsta sinn, eftir það hefur maður lært þetta allt svo að maður veit hvernig og hvar best er að fá experience á hverju level.