Sælt veri fólkið.

Er nú ekki vanur að senda inn efni en hér er nokkuð sem ég komst að fyrir ekki svo löngu. Sum ykkar vitið þetta kannski en.. jæja here goes.

Melirnir hjá SOE ætla að búa til sérstaka Euro-Version af SWG. Á eitthvað að tengjast gjaldmiðli Euro-landanna og fleira fáránlegt í þeim dúr. Og þeir eru svo skemmtilegir að maður “á” ekki að geta fengið USA-version sent til evrópu, þótt það komi fyrir.

Þetta er þvílíkur hryllingur!!!!

Ég þekki það af eigin reynslu að spila á evrópskum serverum, í DAoC, og það er hreint ekki sami hluturinn. Fyrir það fyrsta þá uppfærðu þeir evró-leikin mun sjaldnar en þann ameríska. Sá það greinilega þegar ég kom höndum yfir BNA útgáfuna.

Svo……..miðað við þessa bitru reynslu mína held ég að það sama verði uppi á teningnum með SWG.

Hvort það sé einhver tilgangur eða niðurlag í þessu þvaðri mínu er álita mál. Vil bara koma því á framfæri að ég er einkar óhamingjusamur með hvernig heiminum sé skipt upp í.. hvað kallar maður það… leikja-svæði. Bara kanar á amerískum serverum og svo evrópa á sínum aldrei uppfærðu serverum…. veit nú ekki með asíu þjóðirnar. Hvort það verði sérstök kóresk útgáfa og spes kínversk. Kæmi mér hreint ekki á óvart.

Og meðan ég man… einnig barst mér það til eyrna að þessi leikjafyrirtæki vila hækka mánaðargjaldið upp í $25!!!!!! HALLÓ!!! Nóg kostar leikurinn fyrir. Þrátt fyrir þeir myndu hækka verðið svona mikið. Úr $12-15 í $25 myndur þeir samt græða margfallt meira þótt helmingur leikmanna hætti. Þessu liði er bara alveg skítsama um fólkið sem spilar leikinn!!!!
Mér líður bara illa, ég verð bara að segja það….
hnuss…

Einn svaðalega fúll,
Siggibet