Leikurinn gerist í framtíðinni, á 24. öldinni, miklar breytingar hafa gengið yfir á síðustu 300 árum, kjarnorkusprengjur sprengdar, lönd sameinuð og öðrum sundrað. Í dag eru 3 heimsveldi sem stjórna veröldinni með harðri hendi, Ameríka, Afríka og Evrópubandalagið. Þessi 3 stórveldi stjórna saman heiminum eins og hann er í dag. Búið er að koma upp nokkrum tugum nýlendna um allan alheiminn, meðal annars í sólkerfinu okkar, á tunglinu Títan og á Mars og á öðrum plánetum mörg hundruð ljósár í burtu. Eftir að japanskir vísindamenn fundu upp hið svokallaða Vortex-drif varð mannkyninu kleyft að ferðast hraðar en ljósið, og ferðast lengra en nokkrun hafði órað. En þetta var ekki allt til góðs þegar að nýlenduskip rákust á óvinveittar geimverur sem lögðu undir sig nýlendur manna. Sameinaður her jarðarinn var sendur til að eyða ógninni en það gekk ekki eins vel og talið var að það yrði í fyrstu. Nú eru allir peningar á þrotum og fólk er að taka til sinna ráða. Stórfyrirtæki og hópar sjálfskipaðra stríðsmanna hafa sjálfviljug sent hermenn til að eyða ógninni í þeirri von að ná aftur þeim nýlendum sem geimverur hafa lagt undir sig… til eigin eignar. Allt hagkerfið er á mörkun þess að fara á hausinn. Geimverurnar hafa ekki enn náð til jarðar en fólk þar er farið að örvænta, það er farið að stofna leynisamfélög og stríðshópa, stofna sín eigið kerfi inni í Kerfinu ef til þess skyldi koma að geimverur næðu til jarðar.
Í leiknum verða 25 stórar borgir (já tuttugu og fimm!), þar af 5 stærstu borgirnar á jörðinni, hinar 20 verða nýlendur sem hægt verður að ferðast til. Leikurinn skartar mörgun góðum kostum og fallegri grafík ( þó ekki þeirri alveg nýjustu ), hann hefur marga kosti. Hagkerfið í leiknum er mjög vandað og að megninu til drifið af leikmönnunum sjálfum, ekki jafn mikið af gervigreind eins og þekkist í öðrum MMO leikjum. Sögusviðið er mjög vítt og býður upp á spennandi kosti. Leikurinn fer bráðlega í beta og verður því skipt niður í 4 þrep, síðasta þrepið verður stress test og verður opið fyrir öllum sem hafa áhuga. Ég hvet alla til þess að líta á www.fomk.com og lesa meira um leikinn og skoða skjáskot og skrá sig á umræðuborðunum ef það hefur mikinn áhuga.
www.fomk.com
www.duplex-systems.com
www.oga ming.com/fomk
Low Profile