Mér finnst rétt að nefna að eftir rúmt ár kemur út leikur sem kallast Darkfall, og
mun þessi grein fjalla um hann.

Darkfall verður MMORPG eins og flestir hafa giskað, og er hann einn af þeim sem
lofar góðu.

Þessi leikur eru gerður af Razorwax, sem er norskt, og verður gefinn út af
Adventurine, sem er grískt. Hugmyndin fyrir þessum leik hófst þegar þrír ‘gaurar’
vildu búa til tölvuleik sem væri bæði blanda af hlutverkaleik og af fyrstupersónu
skotleik.

Það sem verður meðal annars einstakt við Darkfall er að hann verður allur í fyrstu
persónu, sem þýðir að allir munu ekki geta séð allt fimm sekondum áður en
eitthvað ræðst á bakið á þeim. Líka vil ég minnast á að þessi leikur, líkt og
Adellion mun nota ‘stranger’ kerfið. Það er ef persónan hefur ekki gefið þér nafnið
sitt, þá munu aðrir sjá hann sem ‘A stranger.’ Líka vil ég segja að í þessum leik
eru þróendur mest active gagnvart samfélaginu af öllum mmorpg leikjum sem ég
hef fylgst með, bæði þá vegna þess að þeir hafa svarað yfir 250 greinum á
forums og þá að þeir eru margir oft á ircrásinni þeirra á irc.stratics.com.

Líka finnst mér vert að minnast á að þróendurnir hafa sagt:
“This game will be geared towards PvP, if you do not like PvP, then this
game is not for you.”

Það að þetta sé tekið fram finnst mér verðugt þess að leikurinn fái athygli fremur
en ‘World of Warcraft’ eða líkir leikir þar sem ‘PvP’ verður takmarkað og þar með
leiðinlegt, meina hver þolir annars þegar einhver er að kalla þig nöfnum, eða
stela drápum og þú getur ekki drepið hann ?

Varðandi graffík, þá er hún vægast sagt frábær og segir einn af þróandinn að þeir
munu meðal annars nota nfinitiy vélina frá NVidia mikið á komandi mánuðum.

Varðandi gameplay, þá verður leikurinn meira gerður fyrir ‘PvP’ en finnst mér vert
að minnast á þótt að þú sért ekki fyrir ‘PvP’ getur leikurinn samt verið fyrir þig og
að þeir eru að stefna á það að vera með yfir 500 skills og svo ofan á það 500
spells. Þó þeir séu aðeins komnir með niður á blað 200-300 af hvoru. Og þó, þeir
í samfélaginu fengu og enn fá tækifæri til að hafa áhrif á hvaða galdrar verða í
leiknum, og kom ég jafnvel með einn.

Meira til að lofa þróendurna þá finnst mér líka vert að minnast á að Claus er sá
eini sem ég veit um sem hefur lýst ‘the features’ í Everquest sem ‘Gay.’

Ég hef minnst lítið á hluti svo sem hvernig verur verður hægt að spila, og hvernig
land þetta verður, en mín ástæða fyrir því er að ég vil að ÞIÐ kíkið á heimasíðuna,
að ÞIÐ kíkið á screenshots, og að ÞIÐ verðið ástfangin af þessum leik eins og ég
og margir aðrir.

Mér finnst mikið benda til þess að þessi leikur verði ‘Not another Everquest
Carebear shiznabidzat.’

Nú vil ég biðja ykkur öll að kíkja á http://www.darkfallonline.com sem og á
ircrásina, en hún er #darkfall á irc.stratics.com.

Njótið.
“Those of you who think you know everything are annoying to us who do.”