Ok það hafa kannski sumir lesið um þennan leik þegar hann kom út. hann var svo illa farinn þegar þeir slepptu honum á markað að ekki var hægt að spila hann án þess að DL risastórum patch, en núna 1,5 ári seinna erum við að tala um allt annan hlut.

Þeir hjá Corner rat software voru svo sniðugir að taka hugmynd framleiðenda AO og gefa leikinn út á netinu til Downloads, þannig að núna er hægt að fara á netið DL 120 mb sem er allur leikurinn, borga 12 dollara, og dollarinn er mjög hagstæður núna einhver 70-80 kall, og fara beint að spila.

Ég DL honum og keypti þar sem ég hef fylgst með honum í þó nokkurn tíma bæði fyrir og eftir útgáfu og mér var farið að lítast nokkuð vel á, núna hef ég átt hann í 3 daga og ég skammast mín fyrir að segja það en ég hef sett tæpar 30 klst í spilun, maður gjörsamlega gleymir sér í honum langt fram eftir nóttu.

Sú tilfinning um að maður sé að hjálpa einhveri heild, hvort sem það er Axis eða allies er óumflýjanleg, t.d hef og og sveitin mín verið að berjast um 1 borg þessa 3 daga, náðum henni kl 4 síðustu nótt, Þessi borg var mjög hernaðarlega mikilvægur punktur og áður en hún féll hafði víglínan staðið í stað í nokkurn tíma, en eftir að hún féll höfum við (axis) ruðst áfram inn í frakkland með nokkrum árangri. þessu tilfinning um sigur er einhvað sem maður fær ekki út úr leikjum eins og BF og DOD, þar sem sigur þar skilur ekkert eftir sig.

Anyways þá er kjörið tækifæri að skella sér sem fyrst á

www.wwii-online.com

og næla sér í eintak, ef þið spilið FPS þá er þetta einhvað sem þið getið bókað að heilli ykkur. Sem og alla sem hafa gaman af hópspilun.

Sjámust á vígvellinum.

PS: góð tenging og RAM er ekkert verra.