Hvað er MMORPG?
MMORPG er skammstöfun fyrir Massive-Multiplayer Online Roleplaying Game, sem mætti þýða sem fjölnotendanetspunaleikur upp á íslensku. Í grófum dráttum eru þessir leikir byggðir þannig upp að þú býrð til persónu sem þú vilt spila og stýrir henni í stórum rafrænum heimi ásamt þúsundum annara spilara.
Þessir leikir ganga út á það að byggja upp persónu, persónuleika, áskotnast hluti, eignast vini, berjast við óvini og óvættir, stunda viðskipti ... lifa öðru lífi og gleyma "raunveruleikanum" um stundarsakir (eða jafnvel miklu lengur).
Besta leiðin til að kynnast MMORPG er að skoða korkana og greinarnar, og láta spurningarnar flakka.
Viljum vekja athygli á því að á /MMORPG setjum við sömu reglur um account brask og framleiðendur viðkomandi leiks.
Tilgangur áhugamálsins um MMORPG er að vera vettvangur umræðu um fjölnotendanetspunaleiki, framleiðendur þeirra og ýmislegt annað sem þessari merku tegund tölvuleikja tengist, fyrst og fremst spilendum til ánægju og yndisauka. Vonast er eftir opinni en kurteisri umræðu þar sem þátttakendur umgangast hver annan af virðingu og tillitsemi.
Þátttaka undir skjánafni á huga.is er til þess að þátttakendur geti tekið þátt, sent inn fyrirspurnir eða svarað, með opnari huga en mögulegt væri undir nafni.
Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar.
Stjórnendur áhugamálsins hafa rétt til að eyða út hverju því efni sem ekki er metið falla að tilgangi áhugamálsins.
Ekki dæma hlutina á útlitinu. Talið frekar af reynslu.
Ekkert account brask