Jájájá, löngu kominn tími á nýtt myndband en þar sem Nökkvi félagi minn er svo stafrænt fatlaður er víst ekki skipt um myndband nema ég geri það :P

Rakst á þetta á youtube í dag þegar mér leiddist í vinnunni og fannst þetta nokkuð nett. Þarna mætast tvær eðalstefnur, eða groove/thrash og melló death metall. Öflug blanda. Þess má til gamans geta að áður en þeir byrja að spila tileinkar söngvarinn þetta Dimebag, og einhverjum flóðafórnarlömbum í Asíu, en það sést ekki í þessari upptöku, klippt of snemma.

Mig vantar svo hugmyndir að fleiri myndböndum. Ég ræð næst því ég á afmæli eftir viku ;) Svo megið þið ráða. Dælið inn hugmyndum í svörum við þessu, svo geta menn annaðhvort mótmælt eða meðmælt.

Góðar stundir,
JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _