Gaurgaurgaur!!! Það að segja að Black Sabbath sé ekki stoner er eins og að segja að Kyuss sé ekki stoner. Black Sabbath er í dag búinn að gefa af sér óteljandi stefnur og strauma, Heavy Rock, Heavy Metal, Black Metal, Death Metal, Doom Metal, Sludge metal, Thrash/Speed metal, Stoner/Dessert Rock t.d. Ég er ekki að segja að Black Sabbath hafi verið þetta allt, bara að þessi hljómsveit hafi haft eiginleika sem þessar stefnur spruttu upp af. Þ.e. ef þú rekur sögu þessara stefna þá endaru alltaf hjá black sabbath. Mér finnst ekki rétt að segja að Black Sababth hafi verið bara ein tegund af tónlist og finnst jafn rangt að segja að Black Sabbath hafi ekki verið þetta. Persónulega kalla ég tónlist Sabbath almennt bara heavy, finnst það passa best þó það sé ekki algilt.
Kv. Andskoti