Datt eitthvað smá inn í þetta 2008 þegar ég rakst á Da Vinci Death Code splittið, en datt jafnóðum út þegar ég var búinn að hlusta á þessi fjögur lög, eða hvað þau voru mörg, sem voru í boði fyrir hlustandann þá.
Frétti svo af því að þeir hafi gefið Oracles einhverntímann í fyrra, en nennti aldrei að tékka almennilega á henni.
Á meðan ég skrifa þetta er ég að hlusta á eitthvað af þessum videoum hérna að ofan, og eins og 2008 fá þeir kúdos frá mér fyrir að blanda Barrokk og Klassískum pælingum, arpeggíum og brotnum hljómum inn í lætin og hraðann án þess að það hljómi eins og Yngwie Malmsteen eða Symphony X ripoff með blasti…klappklappklapp
Annars finnst mér á köflum eins og ég sé að hlusta á the Faceless með hljómborði á sterum, en kannski er það bara sándið að rugla mig…