Taktu (enska) stafrófið og raðaðu því í hring, þannig að a komi á eftir z. Taktu nú hvern einasta staf í dulmálinu á myndinni og færðu hann áfram um 3 í stafrófinu. A verður x, b verður y, c verður z, d verður a, e verður b og svo framvegis… Þetta er einfaldasta dulmál í heimi að leysa, maður þarf bara að finna um hversu marga er fært og þá er maður búinn að finna lausnina. Og með enska stafrófið eru bara 25 mögulegar færslur áður en maður er kominn í hring, svo það er fljótlegt að komast að því hver þeirra er rétt.
Ég leysti þetta með því að búa til forrit sem snýr öllum stöfunum í setningunni um 1, prentar það út, snýr svo um 1 í viðbót og prentar út, og svona þar til 25 mismunandi setningar eru komnar. Svo renndi ég bara yfir og las svarið úr þeirri einu sem meikaði sense.
Bætt við 15. ágúst 2009 - 03:45
Btw, það hefur kannski ruglað einhverja aðeins þegar ég útskýrði þetta fyrst - sagði “a verður d” en það er víst öfugt til að leysa dulmálið. “A verður d” þegar maður er að breyta einhverri setningu yfir á þetta dulmál.
Peace through love, understanding and superior firepower.