Þetta er ákveðin vísbending. Gæti þannig séð verið umritun á einhverri hebresku eða öðru máli með annari leturgerð en latneskri sem Google finnur ekki, en “zorgh” hljómar ekki eins og orð á neinu indóevrópsku máli fyrir mér. Án þess að hafa haldbærar sannanir fyrir því myndi ég veðja á að þetta sé einfaldlega tilbúið, merkingarlaust orð sem þessum tónlistarmanni fannst hljóma flott. Ég er hins vegar ósammála honum; mér finnst það asnalegt, lame og tilgerðarlegt - og raunar nöfnin sem hljómsveitarfélagar hans kjósa að ganga undir líka, valdi bara það sem mér fannst verst til að benda á.
Þetta er kannski bara einn af þessum blackmetal-siðum sem ég mun örugglega aldrei skilja… óskiljanleg lógó, corpsepaint og asnaleg listamannanöfn?
Bætt við 19. júní 2009 - 00:30 Verð reyndar að bæta því við að þessir eru a.m.k. með smekklegt lógó.