skoo.. ég hefði kannski frekar átt að nota orðið frjálslyndur heldur en demokratískur.. en ég kaus það orð því það er oft gefin sú mynd í fjölmiðlum að það sé opnari og frjálslyndari flokkurinn af þeim tvem stærstu í bandaríkjunum.
þetta hefur þannig séð ekkert beint með demókratíska hugsun sem stjórnmál beint að gera..
það sem ég var að meina var að svona rokksveitir þurfa að höfða til unglinga sem finna svona löngun til að rísa upp gegn íhaldssemi, eða eins og heimurinn leit út fyrir tíma Obama, gegn repúblikönum þannig séð..
ég var ekki að reyna beinlínis að koma með neina pólítíska umræðu inn í þetta.
en þá er myndböndunum miðlað í gegnum stöðvar sem höfða betur til krakka sem eru opnari og þarmeð, eins og heimurinn er í dag, mun líklegri til að kjósa demókrataflokkinn. að öðru leyti tengjast demókratar þessu ekkert.
en já. á þessum stöðvum þá virka slipknot sem harðari og sem meiri uppreisnarseggir í samanburði við hinar.
það var það eina sem ég var að reyna að segja.
ég hefði kannski átt að vera varkárri með orðalagið og orðaforða, og ég biðst eiginlega bara afsökunar á því.
þetta átti ekki að koma út sem eitthvað voðalega heimskulegt svar, heldur bara smá pæling.