Jæja, hérna erum við að tala um eitt flottasta lænöpp sem að Testament skartaði, en það er enginn annar en meistari Dave Lombardo á trommum og tveir fyrrverandi meðlimir Death á bassa og gítar. Chuck Billy sér væntanlega ennþá um sönginn og Eric Peterson shreddar gítarinn í drasl enda eru þeir báðir frábærir í sínu fagi sem og einu upprunalegu meðlimirnir í Testament!
The Gathering kom út árið 1999 og er mikil framför frá fyrrum plötum og þá sérstaklega Demonic sem er í sjálfu sér fín plata en The Gathering er bara svo mun vandaðri og þéttari að öllu leiti. Það er svo sem augljóst að þeir voru að prufa eitthvað nýtt á Demonic en þeir náðu gjörsamlega að tækla það á þessari plötu!!
Það er líka flott að sjá hvernig Testament halda sínu striki og verða alltaf þyngri og betri með tímanum. Þetta er algjörlega mín eftirlætisplata með Testament og kemst hátt á lista yfir bestu plöturnar allra tíma að minni hálfu! The Formation of Damnation er líka þrælgóð plata en hún kom út núna í fyrra og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með hana!
Line-up:
Söngur: Chuck Billy
Rhythm/Lead gítar: Eric Peterson
Lead gítar: James Murphy (Spilaði m.a. á Spiritual Healing með Death)
Bassi: Steve DiGiorgio (Spilaði m.a. á plötunum Individual Though Pattern og Human með Death)
Trommur: Dave Lombardo (Slayer væntanlega eins og hvert mannsbarn ætti að vita)
Legions of the Dead
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MJd84cp0_og
3 Days in Darkness
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6iiFPsdL4NM
Riding the Snake
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ftnKaee8KTI
Testament!!