Enn eitt lítt þekkta 80's thrash bandið sem öðlaðist aldrei frægð utan eigin senu. Þetta er brasilíska hljómsveitin Incubus sem flutti reyndar til Louisiana snemma á ferli sínum. Hún var stofnuð árið 1986 og gaf út tvær breiðskífur, Serpent Temptation (1988) og Beyond the Unknown (1990). Þess má til gamans geta að söngvarinn í Incubus, Francis M. Howard, var gestasöngvari í laginu Skull Full of Maggots með Cannibal Corpse ásamt Glen Benton úr Deicide. Hann var einnig gestasöngvari í laginu Stronger Than Hate með brasilísku félögum sínum í Sepultura.
Incubus lögðu nánast upp laupana á 10. áratugnum en fengu löngun til að gefa út sína þriðju breiðskífu um aldamótin. Þeir gátu samt ekki gefið hana út undir nafninu Incubus því rokk/popp-hljómsveitin Incubus var komin með einkarétt á nafninu. Í staðinn fyrir að bera málið undir dómstóla breyttu þeir nafninu í Opprobrium og hafa undir því nafni gefið út tvær breiðskífur til viðbótar, Discerning Forces (2000) og Mandatory Evac (2008). Reynsla mín af böndum með pro-kristilega texta verður mjög seint hægt að kalla góða en þessi hljómsveit er algjör undantekning.
Serpent Temptation tracklist:
1. The Battle of Armageddon
2. On the Burial Ground
3. Sadistic Sinner
4. Incubus
5. Blaspheming Prophets
6. Hunger For Power
7. Serpent Temptation
8. Underground Killer
Line-up:
Luiz Carlos - Gítar
Francis M. Howard - Gítar og söngur
Moyses M. Howard - Trommur
Andre Luiz - Bassi
Tóndæmi:
Incubus - Incubus
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Fh85QFhwVeg
Incubus - The Battle of Armageddon
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AnBU9eWGOpw
Incubus - Curse of the Damned Cities (af Beyond the Unknown)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aRP3eltKLTk
Ég hef því miður ekki rekist á diska með þeim til sölu neins staðar. Hér er hins vegar hægt að nálgast alla diskana nema Discerning Forces (2000). (ýtið á “Save file to your PC: click here” alveg neðst, ekki mjög augljóst)
Myspace síða Opprobrium/Incubus
Incubus á Metal-Archives
Opprobrium á Metal-Archives