So far... So good... So what! Þriðja Plata thrash hljómsveitarinnar Megadeth Var So Far… So Good… So What!. Þett er ein af mínum uppáhalds Megadeth plötum enda innheldur hún allveg slatta af geðveikum lögum. Á þessu tímabili hafði Dave Mustaine rekið Gar samuelson og Chris Poland og ráðið drum tech-inn hans Gar's Chuck Behler. Hann fékk svo líka Jeff Young til liðs við sig en hann byrjaði ekki að spila með þeim fyrr en 6 vikur voru liðnar af upptöku tímabilinu. Platan innheldur 8 lög (remaster útgáfann hefur 12) og er þar af eitt cover. Sex Pistols lagið Anarchy in the UK. Þar spilaði Steve Jones meira að seigja sólóið. En annars var lineuppið svona á plötuni:

Dave Mustaine - Gítar og söngur
Jeff Young - gítar
David Ellefson - bassi og bakraddir
Chuck Behler - trommur

Og track listinn:

Into the Lungs of Hell [Instrumental]
Set the World Afire
Anarchy in the UK" (Sex Pistols Cover)
Mary Jane
502
In My Darkest Hour
Liar
Hook in Mouth

Lagið Into the lungs of hell er kröftugt Instrumental lag sem hefur nokkuð skrítin hljóm sem er útaf því að lagið er ekki bara spilað á rafmagnsgítar heldur líka 12 strengja gítar. Samt allveg geðveikt lag. Sex Pistols lagið innheldur líka vitlausan texta þar sem að Dave heyrði ekki rétt og sagði bara eitthvað. In My Darkest hour samdi Dave Mustaine þegar hann heyrði af dauða Cliff Burton, lagið er til hans en textinn var saminn um fyrrverandi kærustu. Lagið er eitt það besta á plötuni og var held ég fyrsta rólega lagið sem hljómsveitin sendi frá sér. Liar er líka áhugavert en það er samið um Chris poland fyrrv. gítarleikara hljómsveitarinnar, sagan á bakvið það er að Chris hafði selt gítarana hans Dave´s fyrir dóp pening en neitaði því að hann hafi gert það þegar Dave Spurði. Svo sá Dave gítarana sína hjá svona pawn sala og brjálaðist og rak Chris.

En diskurinn kom út 19 janúar árið 1988 og komst hæst á billboard listanum í 28. sæti.

Myndbönd:
In My Darkest hour:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BTyHWW35m1E
Anarchy In the UK:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bnKmyRrvpnM
502
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uraLf81r3Kw
Mary Jane
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2wqw9DktF2o
Liar
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zOlayd0aubk
Nýju undirskriftirnar sökka.