
Læt hér smá sýnishorn fylgja með og texti lagsins er hér fyrir neðan.
http://rapidshare.com/files/81341999/02_Fortid_-_Odin_s_Sacrifice.mp3
#
Veit hún Heimdallar
hljóð um fólgið
undir heiðvönum
helgum baðmi;
á sér hún ausast
aurgum fossi
af veði Valföðurs.
Vituð ér enn eða hvað?
#
Ein sat hún úti
á er inn aldni kom
yggjungur ása
og í augu leit:
Hvers fregnið mig?
Hví freistið mín?
Allt veit eg, Óðinn,
hvar þú auga falt,
í inum mæra
Mímisbrunni.
Drekkur mjöð Mímir
morgun hverjan
af veði Valföðurs.
Vituð ér enn eða hvað?
#
Valdi henni Herföður
hringa og men,
fékk spjöll spakleg
og spá ganda,
sá hún vítt og um vítt
um veröld hverja.
#
Sá hún valkyrjur
vítt um komnar,
görvar að ríða
til Goðþjóðar;
Skuld hélt skildi,
en Skögul önnur,
Gunnur, Hildur, Göndul
og Geirskögul.
Nú eru taldar
nönnur Herjans,
görvar að ríða
grund valkyrjur.