Well, þú getur fundið eitthvað smá á metal-archives, sem er þó niðri as we speak.
Svo fór hann Nattramn á Vaxjö geðsjúkrahúsið og gaf þaðan út Diagnose:Lebensgefahr (greining:lífshætta á þýsku). Afskaplega skemmtileg plata, og alltaf eru svínin eitthvað að dansa í kring, í textanum eða í artworkinu. Afbragðsgóður texti og á tímabilum virkilega epísk tónlist, líkt og í laginu The Last Breath of Tellus (en Tellus á að hafa verið hamingjusamasti maður í heimi, skv. einhverjum grískum annála minnir mig).
Annars var mér sagt um daginn að hann hefði sloppið út, en ég treysti engum orðrómi í kringum þessa hljómsveit, þeir hafa eiginlega alltaf verið uppspuni frá rótum.
Passaðu þig bara á að downloada ekki neinu með rapphljómsveitinni Silencer og ekki láta blekkjast þó að þú finnir myndir af feitum metalhaus þegar þú skrifar Nattramn, það var víst einhver norskur eða belgískur náungi í hljómsveit sem kallaði sig líka Nattramn [sem á víst að þýða vofa manns er framdi sjálfsmorð, en er dæmd to walk the earth, tengist einhverjum skandinavískum þjóðsögum].