Eternal Tears of Sorrow Mér finnst hafa komið svo asskotið mikið af “brútal” og “kvlt” myndum hingað inn upp á síðkastið, svo að ég ákvað að senda inn eina af hljómsveit sem fellur ekki alveg í sama hóp. Þetta er finnska hljómsveitin Eternal Tears of Sorrow (emo nafn, ekki emo hljómsveit), sem spilar melodic metal (skráð melodic death metal en ég er ósammála) með harsh vocals hér og þar. Á köflum minna þeir mig svolítið á Children of Bodom, eins og t.d. í viðlaginu í Prophetian af plötunni A Virgin And A Whore (sem er btw, að mínu mati besta platan).

Þeir eiga sér nú samt sitt eigið sound, og er lagið The River Flows Frosen uppáhalds lagið mitt með þeim.

Endilega skoðið þessa hljómsveit ef áhugi er til staðar en öll skítköst eru vel þegin.