Immortal var stofnuð árið 1990 í Noregi. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til hljómsveitarinnar Amputation sem er death metal hljómsveit frá árinu 1989.
Demonaz Doom Occulta - söngur, rhythm guitar
Jorn - lead guitar
Padden - trommur
Árið 1990 gáfu Immortal út sitt fyrsta demo sem hét The Northern Upins Death.
Abbath Doom Occulta - söngur rhythm guitar
Demonaz Doom Occulta - lead guitar
Jorn - rhythm guitar
Armagedda - trommur
Svo árið 1991 gáfu þeir demoið Promo '91. Eftir þetta demo hætti Jørn Inge Tunsberg (rhythm guitar). Svo sama árið gáfu þeir út demoið Immortal.
Árið 1992 gáfu Immortal út sína fyrstu breiðskífu sem hét Diabolical Fullmoon Mysticism. Árið 1993 gáfu þeir út aðra breiðskífu sem hét Pure Holocaust, en á þeirri plötu var Armagedda hættur, það kom annar gítarleikari sem hét Kolgrim. Eftir þessa plötu hætti Kolgrim og voru þá bara tveir eftir í hljómsveitinni. Svo árið 1995 gáfu þeir út plötuna Battles in the North, Hellhammer (trommur) túraði svo aðeins með þeim. Árið 1997 gáfu þeir út plötuna Blizzard Beasts þá var kominn nýr trommuleikari sem hét Horgh. Iscariah (bassi) túraði með Immortal. Árið 1999 gáfu þeir út plötuna At the Heart of Winter. Árið 2000 gáfu þeir út demoið True Kings of Norway. Svo sama árið gáfu þeir út plötuna Damned in Black. Síðan árið 2002 gáfu þeir út plötuna Sons of Northern Darkness sem er eitt af bestu plötunum þeirra. En þarna var Iscariah hættur á túra með þeim og það var kominn annar í staðinn, hann hét Saroth, og hann túraði bara með. Svo árið 2005 gáfu þeir út DVD live disk sem hét Live at BB Kings Club New York 2003. Árið 2006 hætti Saroth og það kom annar bassa leikari sem hét Apollyon, hann túraði aðeins með þeim.
Hljómsveitarmeðlimir: Abbath Doom Occulta - söngur, gítar
Horgh - trommur
Apollyon - bassi
Texta höfundur: Demonaz Doom Occulta
Tegund tónlistar: Black metal