Mikill innovator og inspirer í trommuleik en góður? Það fer svosem eftir því hvað þú miðar við. Ef þú miðar við hinn hversdagslega metaltrommuleikara skilar hann sínu og vel það.
Ef þú miðar hinsvegar við heimsklassatrommara (dæmi frá mismunandi tónlistarstefnum - Jazz: Jack DeJohnette, Blues: Steve Gadd, Rock: Ian Paice, Metal: Virgil Donati, Funk: Dennis Chambers, Fusion: Dave Weckl) þá er mín skoðun sú að Vinnie Paul sé ekki upp á marga fiska.
Hinsvegar er hann óneitanlega drumming icon í heiminum, hefur haft áhrif á ótrúlega marga fræga og góða trommuleikara á sínum ferli. Svo skemmir það ekki að hann er alveg eitursvalur. :)