Usss, japanninn bregst ekki þegar kemur að þungarokki, bendi einnig með beinstífum þumlinum á bandið Infected Malignity fyrir þann sem langar að læra meira um japaninn og hvað hann hefur fram að færa. Þósvo að þeir séu brúþaldeathmethal.
Já, skammast mín reyndar fyrir það að ég heyrði ekki í Malignity Born From Despair fyrr en fyrir rúmri viku þó svo að ég hafði alltaf haft brennandi áhuga á þessu bandi, synd hvað þeir eru að gera í dag.
Annars er líka Intestine Baalism rosalega gott stuff, Vomit Remnants eru líka alveg allílæ. Infernal Revulsion koma líka sterkir inn, naaaaaaaameeeeedroooooooop.is :)
Haha segðu :) … já þessi þróun kappanna er synd mikil, ultra sammála því. Og jú Infernal Revulsion koma andskoti sterkir inn þar, ég mun hafa Intestine Baalism a bakvið eyrað, þakka fyrir þá ábendingu.
Hm…ef ég þekki þig rétt þá ertu Brutal Death Metal fan, þannig að ég veit ekkert um hvort þú munir fíla þetta. Intestine Baalism eru Death Metal með miklum melódíum en samt ekki eins og Melodeath bönd.
Rosalega flott atmo í kringum fyrstu plötu þeirra og hún er ekki beint músíkin á rúntinum, hehe. Nældu þér í lagið Cannibal Sodom (vitnun í biblíuna í þessu lagi “sodom” er borg syndanna), uppáhalds lagið mitt með þeim.
Já til að vera hreinskilinn verð ég nú að segja að ég sé kominn með eilítið upp í kok af melódískum deathmetal, however held ég að ég myndi lýta svolítið öðruvísi augum á melo-death frá japan heldur en frá t.d. svíþjóð, svo að ég get ekki sagt að þessar upplýsingar hafi hindrað forvitnina. Hah, “ekki beint músík á rúntinum” hlýtur að vera eitt besta expression sem ég hef lesið hérna :) Tjékka á þessu bandi maður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..