Það besta sem hefur komið fyrir tónlist að mínu mati. Björguðu metalnum og hófu hann upp á hærra level.
Bruce Dickinson er með lang flottustu rödd sem ég hef heyrt í, fæ gæsahúð í hvert einasta skipti sem ég hlusta á hann. Honum tekst líka alltaf að koma mér á óvart, hvort svo sem það er live eða stúdíó.
Steve Harris er mitt idol í alla staði, þó að hann hafi átt það til að semja frekar einsleita triplet-takta á tímabili, þá er hann samt sá maður sem ég lít hvað mest upp til.
Nicko er með sick samhæfingu, geeeeðveikur á bassatrommuna eins og heyrist í Caught Somewhere In Time.
Adrian, Dave og Janick eru líka fáránlegir gítarleikarar, ekki þeir bestu, en samt mínir uppáhalds. Það er bara eitthvað við þá sem fær aðra gítarleikara til að líta út eins og skít í samanburði við þá.
finnst þeir vera lang besta hljómsveit sem uppi hefur verið, þeir hafa aldrei valdið mér vonbrigðum