jebb. þeir tilkynntu það einhverntímann í fyrrasumar eða eitthvað álíka, allavega frekar langt síðan. Ég held að akkúrat núna séu þeir annaðhvort að klára að taka upp gítarana eða þá að Halford er að leggja lokahönd á sönginn, það er annað hvort.
Þeir verða með heila sinfóníuhljómsveit með sér, sem verður í fyrsta skipti í sögu Priest sem þeir notast við svona sinfóníska kafla í lögunum. Þetta verður þeirra fyrsta konsept plata, byggð á spádómum Nostradamusar og mjög líklega tvöföld plata, sem er þá í fyrsta skipti sem þeir gefa út tvöfalda stúdíóplötu.
Ef það er einhver sem fílar Priest og finnst þetta EKKI vera ástæða til tilhlökkunar, þá hlýtur sá sami að vera eitthvað að hjá viðkomandi.
Mig minnir að hún komi út í maí eða næstu mánuði eftir það.