Hef lítið hlustað á The Negation, búinn að hlusta kannski 5 sinnum á hann og búinn að eiga í rúmlega hálft ár. Alltaf þegar ég er að fara að hlusta á Decapitated set ég frekar The First Damned, Wind of Creation eða Nihility, finnst eitthvað skemmtilegra við þá. Annars hef ég ekki heyrt nema 2 lög af Organic svo ég ætla ekki að dæma hann, en þó mér finnst Kovan góður söngvari þá verður hann aldrei með tærnar þar sem Sauron hafði hælana, mér finnst ég ekki vera að hlusta á Decapitated þegar ég heyri þessi lög (Poem about an old prisoner og Day 69.. eða eitthvað þannig, man ekki alveg hvað þau heita).
Að mínu mati er The First Damned besti diskurinn (2 demó + 2 live lög reyndar), annars er það Winds of Creation
Bætt við 29. janúar 2007 - 02:11
og ein spurning… eru Vitek og Vogg bræður? Finnst þeir vera svo líkir og svo bera þeir líka sama eftirnafn…