Söngvarinn er hlynur aðils, hljómborðsleikari og lagahöfundur Trabant, bassaleikarinn og trommarinn voru í kung-fú í gamla daga en eru sem betur fer hættir. Gítarleikarinn er bróðir minn og þeir eru byrjaðir að spila aftur. Þeir gáfu út eina plötu '94 og hættu stuttu seinna. Svo var reunion fyrir nokkrum árum en þeir beiluðu á plötu þá en stefna held ég á plötugerð eins og er.
á fyrstu árum þeirra spiluðu þeir frekar basic dauðamálm eins og svo margar hljómsveitir á þessum tíma('92-'95) en þegar þeir gáfu út plötuna voru þeir frekar melodískari. Reyndar er ekki mikið af growli og gítararnir eru ekki svo þungir, en lagasmíðarnir eru samt þær sömu og hjá mörgum dauðarokks böndum. Einnig voru mikil folk áhrif hjá þeim, útsettu m.a Á sprengisandi fyrir plötuna. Svo eru þeir frekar experimental, mikið af sound klippum í lögunum þeirra og sum lögin eru í 10 mín á meðan önnur eru aðeins í nokkrar sekúndur. Þeir náðu samt frekar miklum vinsældum á tímabili. Get eiginlega ekki líkt plötunni þeirra við neitt sem ég hef heyrt en fyrstu árin voru þeir að spila svipað sjitt og sororocide. Ættir örugglega að geta fundið plötuna Blót einhversstaðar á netinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..