Mæli með að þú kíkir á Deathspell Omega - Si Monumentum Requires Circumspice, ef þú hefur ekki gert það nú þegar, gríðarlega flottur og þétt plata.
Sterbend - Dwelling Lifeless er einn af bestu plötum ársins 2006 og mæli með því að þú kynnir þér þetta efni. Hef heyrt á mörgum erlendum spjallborðum að það sé hægt að bera þetta saman við ef þú blanda Burzum saman við Silencer.. hver dæmir fyrir sig.
Það sem ég hef tekið mest eftir er að amerískur black metall er að koma sterkur inn. Bönd eins og Grand Belial's Key,Leviathan,Black Witchery,Weakling og auðvitað Xasthur. Mæli eindregið með Grand Belial's Key - Mocking the Philanthropist, Weakling - Dead As Dreams og Black Witchery - Upheaval of Satanic Might.
Finnarnir hafa komið sterkir inn líka með bönd á borð við Clandestine Blaze,Behexen,Musta Surma,Horna,Sargeist og Satanic Warmaster.
Mæli þó helst með Sargeist - Satanic Black Devotion,Clandestine Blaze - Fist Of The Northern Destroyer og Satanic Warmaster - Carelian Satanist Madness.
Miklu meira sem ég gæti talið upp en ég held að þú mundir hvort eð er ekki nenna að hlusta á allt. Mæli með að gefa þessu efni séns og um leið og þú ert búinn að hlusta soldið á þetta þá ættiru að heyra mikinn mun.