“Emo/goth
Jájá, kæru Emo/gotharar, við skiljum ykkur. Þið eruð ekki vælandi, tilgerðarleg smábörn með ömurlegan fata-,tónlistar- og kvikmyndasmekk. Þið eruð djúpar, listrænar verur ,sem vilja líta á myrkrið og dauðan sem fallega hluti, og ákveðið því að klæða ykkur eins og leður-pabbar og/eða vampírur til þess að geta með nokkru móti losað ykkur við þessa listrænu ofhleðslu sem fylgir áðurnefndri myrkra/dauðadýrkun.
Þið eruð frumleg. Þið eruð svo frumleg að þið hafið ákveðið að þið ætlið ekki að valsa um eins geithjörð, öll klædd sömu fötunum úr gallerý 17, eins og allir hinir fávitarnir. Þið ætlið að valsa um eins og geitahjörð, öll klædd í sömu fötunum úr kolaportinu eða leðurbúð Tomma (hvar svo sem þið verslið ykkar dót). Þið hrífist ekki af ofurkátri litadýrð og bling-bling þessara bölvaða hnakka, heldur kafar fatasmekkur ykkar inn í dýpstu pytti sálarinnar og leysist út í hið mikla svall listræna tjáninga, betur þekkt sem ”Dagur í kolaportinu“. Ef þið þyrftuð að skilgreina smekk ykkar, mynduð þið líklegast staðsetja ykkur einhver staðar á milli Drakúla og 12 ára rúmenskri mellu. Afhverju 12 ára rúmensk mella? Afþví að 12 ára rúmenskar mellur eru sjaldséðar á Íslandi, og eins og hver góður gothi veit, þá er samasemmerki á milli sjaldséð og ”ógeðslega töff“. Hvað með það þótt þið lítið út eins og 12 ára blóðsjúgandi götustelpa sem gleypir typpi til að lifa af. Þetta er töff!
Þið eruð listræn. Þið eru svo listræn að þið fílið ljósmyndir af öðrum gothum að skera sig og drekka blóð, og ykkur finnst Queen of the damned besta mynd seinni ára (en ekki jafn góð og Nightmare before christmas). Og var ég búinn að nefna það hvað þið skrifið æðisleg ljóð á heimsíðunum ykkar, Folk.is/slash_my_wrist og Folk.is/vampiregirl_666.? Frábært stuff.
Fyrir ykkur er dauðinn fallegur hlutur og ber að halda uppá fegurð hans á viðeigandi hátt, eða með því að klæða sig uppí svörtum leður/latex/gúmmí búningum. Þetta er ekki athyglissýki, þið eruð bara einstök. Þið eruð ekki að klæða ykkur í búninga og heimta athygli, þið eruð bara að láta sjást í ykkar innri persónu, og getið ekki ímyndað ykkur betri leið til þess að ná því fram en með því að klæða ykkur eins og allir hinir gotharnir. Þið eruð öll nákvæmlega eins, en samt svo öðruvísi. Og aftur, þetta er ekki athyglissýki! Nei, ég trúi ykkur alveg. Hver vill dagleg jól, þegar það er hægt að fá daglegan öskudag?”
http://kasmir.hugi.is/kasmir/main.php3?id=2&uname=kurtÍ stuttu máli: Goth-tónlist er hin hliðin á popptónlist. Fjöldaframleitt rusl án nokkurs listræns metnað, sem er framleitt til þess eins að passa við ákveðinn markhóp. Beeeeeh
http://kasmir.hugi.is/kasmir/main.php3?id=2&uname=kurt