það er ekki skoðun að segja: ,,Arnold Schwartzenegger er heimskur." Það er fullyrðing sem er annaðhvort sönn eða ósönn.
Það er hins vegar skoðun að segja: ,,Mér finnst Arnold Schwartzenegger vera vitlaus."
Það reiðist enginn ef þú segir þína skoðun, reynir í mesta lagið að leiðrétta þig eða tala þig til. Ef þú hins vegar kastar svona fáránlegri fullyrðingu fram, sem er algjörlega út í bláinn þá ertu hreinlega að biðja um að vera rifinn í spað í rifrildi.