Hahaha.
Ég er sammála með alla þessa sem þú nefndir, þó svo að mér finnist Glen Benton mjög svalur, þó hann sé ömurlegur bassaleikari, EN það er ekki hægt að neita því að hann HEFUR góða Deathmetalrödd, og hann semur nokkuð merkilega texta (þá er ég að tala um þá sem eru ekki bara Fuck Jesus Christ og þannig).
“óþarfi að láta eins og einhver fkn hnakki”
Ég tel mig eins langt frá því að vera hnakki og hægt er, þar sem ég er andstæðan við allt sem “hnakki” stendur fyrir.
Max Cavalera ætla ég ekki að tjá mig um þar sem ég er ekki mikill Sepultura aðdáandi, en ég hef samt ekkert á móti honum, svosem skítsama um tribal tattúin hans, hann tattúerar þó ekki skallann á sér.
“svipað og þér hefur tekist að töfra fram hommann í þér.”
Þessu ætla ég samt ekki að svara vegna þess að þetta er á engum rökum stutt og er pointless, ég er engan vegin samkynhneigður.
Þannig er mál með vexti einfaldlega að ég dýrka deathmetal, og jú, blackmetal líka, og hef lítinn sem engan áhuga á þessu gamla Thrash metal dæmi og velti mér því ekkert uppúr því.
Ég skal samt alveg segja að mér finnst Slayer mjög gott band, en Kerry King er einfaldlega maður sem mér finnst gífurlega, tjah, asnalegur. Það er bara mín skoðun, nákvæmlega eins og mér finnst hann ofmetinn.
Enginn ástæða fyrir þig að kalla aðra homma ef þeir drulla yfir idolið þitt.
“þeir sem vita ikkað um metal, vita að það er metall að vera með tribal tattoo”
Ég verð að svara þessu að lokum, því mér finnst þetta fáránlegt.
Ég veit alveg helling um metal enda búinn að lifa og hrærast í því í mörg ár, en samt sem áður er þessi staðhæfing fáránleg. Þú getur ekkert bara ákveðið að þó að þér finnist það kúl, og að nokkrir lykilmenn metals séu með þannig, að þá sé það metall að vera með tribaltattú.