þessi “fugl” sem er fyrir ofan Aces High bar er Spitfire flugvél ( úr Aces High textanum; “..turning our Spitfires to face them”)
Aftur á móti er Icarus sjálfur þessi brennandi “engill” sem er þarna fyrir ofan hljómsveitameðlimina.
Annars hef ég fundið rúmlega 30 atriði (bæði framan og aftan á ) :
aftan á :
Aces High Bar (Aces High)
Spitfire flugvél (Aces High)
Sand Dune ( Dune : Gamla nafnið á To Tame A Land)
L'amours (man ekki alveg hvar ég hef séð það áður)
Marquee club (spiluðu oft á The Marquee)
Píramýdarnir (Powerslave coverið)
Maðurinn með ljáinn (hjá Pýramídunum, er á Powerslave og L.A.D. coverunum)
Long Beach Arena (þar var Live after Death tekin upp)
Phantom Opera House ( Phantom of the opera)
Ancient Mariner Seafood Restaurant ( Rime of the Ancient Mariner)
Metal Club: Tonight Gipsy's Kiss (sést illa, en alveg nógu vel ef þú átt vínylinn, það er fyrir ofan þar sem stendur Phantom Opera house. Gipsy's Kiss er gamla hljómsvieitin hans Steve Harris)
klukkan er 23:58 ( 2 minutes to midnight)
Rainbow ( tónleikastaður þar sem þeir spiluðu oft, og til dæmis fyrstu tólneikarnir á The Early Days eru teknir upp þar)
Live after Death plus Blade Runner ( Live after death náttúrulega bein tilvitnun í plötuna þeirra, og Blade Runner er mynd sem þeir voru frekar mikið fyrir)
Sanctuary Music Shop (sést illa, en ef þú er við hliðina á Live after Death skiltinu)
Ruskin Arms (héldu oft tónleika þar þegar þeir voru a' hefja ferilinn)
Konan í glugganum með rauða ljósinu gæti ég trúað að ætti að vera Charlotte The Harlot
Brennandi maðurinn efst til hægri ( Flight of Icarus; tékkaðu á Flight of Icarus smáskífucoverinu)
Hammerjacks og Tehe's Bar ( barir sem var í miklu uppáhaldi hjá þeim )
Svo veit ég ekki hvað Batman er að gera þarna
Svo er málmstykkið sem er á hausnum á Eddie þarna fyrir neðan Batman (þetta sem er alltaf á enninu á Eddie)
Maggie´s Revenge ( á fyrstu coverunum með Maiden var Eddie að drepa Margaret Thatcher, útskýrir sig sjálft)
Bradbury Towers ( man ekki alveg hvernig þeir tengjast, en mig minnir að þeir hafi eitthvað komið fram í Blade Runner myndinni)
Herbert Ails ( Frank Herbert, höfundur Dune sem To Tame A Land er byggt á)
Svo er Nicko í flugmannsgalla, en hann er einmitt flugmaður
Svo heldur Bruce á heila (Piece of mind)
meira fann ég ekki aftaná.
Svo er bara lítið framan á :
Acacia Avenue ( 22 Acacia Avenue, þar sem Charlotte the Harlot heldur sig)
Svo er mynd af fyrsta Eddieanum á veggnum
Vinstra megin við byssuna hans Eddie´s er auga Hórusar (held ég), allavega tákn sem kemur fyrir á Powerslave
This is a very boring painting stendur á borðanum fyrir aftan fætutna á Eddie,
undir hægri löppinni á Eddie er kötturinn með englabauginn sem er aftan á Live after Death plötunni
og svo er ljósastaurinn sem er hjá vinstri löppinni hans Eddie´s sá sami (held ég) og á Iron Maiden plötunni
Þetta er það sem ég finn. Fæ ég sleikjó ?