Æfingin skapar meistarann
Randy Rhoads
Randy Rhoads var og er að mínu mati ennþá lang besti gítarleikarinn sem hefur spilað með Ozzy Osbourne og jafnframt einn af bestu gítarleikurum allra tíma. Hann lést eins og flestir ættu að vita í hræðilegu flugslysi 19. mars árið 1982 og var þá aðeins 25 ára gamall. Af öðrum gítarleikurum sem hafa unnið með Ozzy má helst nefna Tony Iommi, Zakk Wylde, Jake E. Lee o.fl. Samt sem áður gaf Randy aðeins út 2 stúdíóplötur með Ozzy: “Blizzard of Ozz” (1980) og “Diary of a Madman” (1981), svo var einnig ein live plata gefin út með honum: “Tribute” (1987), Lengi lifi minning hans.