Ástæðan fyrir þessu er að hnakkar eru venjulega fólk sem fylgja reglum samfélagsins í einu og öllu, hlusta á það sem er troðið upp á okkur í útvarpi, klæða sig eins og hommum í París finnst það þeir eigi að klæða sig og menningin í kringum þetta (allavega hjá svona public figures) er þannig að þessir menn eru hrokafullur, þröngsýnir og fullir kvenfyrirlitningar.
Metall snýst mjög oft upp uppreisn gegn venjum og reglum samfélagsins. Týpískur Metalhaus klæðir sig ekki samkvæmt stöðlum tískunnar og myndar sér sínar eigin skoðanir á hlutunum, sættir sig ekki bara við almenningsálitið. Eins finnur hann sér sína eigin tónlist til að hlusta á og ákveður hvers konar manneskja hann vill vera, s.s. hvaða gildi skipta hann máli o.s.frv.
Þess vegna finndist manni það vægast sagt skrítið að vita til þess að maður sem væri að gera jafn extreme og óvenjulega hluti og Black Metal (þar sem hann væri m.a. að spila tónlist sem lýsir andstöðu við kristni, eina stærstu undirstöðu “venjulegheitanna” í vestrænum heimi) væri á sama tíma að elta tísku dagsins í dag og vilja líkjast því fólki sem hann lýsir andstöðu gegn, fólki sem heldur sig við normið og gerir það sem það getur til að falla inn í hópinn. Það myndi gera hann að poser.
Auðvitað eru þetta alls, alls ekki algildar reglur og mjög mikil einföldun en hins vegar er þetta í grófum dráttum svona sem þetta lítur út frá mínum bæjardyrum.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury