Ég mundi nú ekki segja að platan “Perpetual Burn” með Jason sé róleg og það er eina sólóplatan sem hann gaf út áður en hann fékk ALS. Þrátt fyrir að Perpetual Burn sé ekki jafn þung og Dragon’s Kiss þá er hún hraðari og í heildina mun betri gítarplata að mínu mati, hún er samt oft í stíl við t.d. 8 lagið á Dragon's Kiss eins og þú nefndir nema kannski nokkur lög eins og t.d. lög nr. 2 og 5, þau eru aðeins þyngri og svo spilar hann svo brjálæðislega hratt. Ég mundi ekki segja að hann væri mjög mikið í þessu rólega en hann hefur alveg gert nokkur róleg lög rétt eins og Marty, á Perpetual Burn er t.d. bara eitt rólegt lag og það heitir “Air”. Það má vel vera að Jason sé kannski aðeins rólegri en hann er hins vegar mun hraðari. Það er líka svo erfitt að segja hvor hafi verið betri, ég hugsa að það sé bara smekksatriði, auk þess fékk Jason Becker ekki tækifæri til þess að verða jafn góður og hann hefði getað orðið enda var hann bara 19 ára þegar hann fékk ALS…en samt sem áður finnst mér Jason Becker vera tæknilega séð færari gítarleikari, annars dýrka ég báða þessa gítarleikara svo mikið að ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra. Að lokum ætla ég að leyfa mér að vitna í í Marty Friedman: “When Jason and I jammed together, we pushed each other to the limit of our abilities by constantly joking and trying to one-up each other, just like two kids playing one-on-one basketball. It seemed we both wanted what the other one had; I admired Jason's absolutely flawless refined technique, and he seemed to like my warped sense of melody. The thing was, he could copy me in his sleep and I could barely keep up with his finger-twisting runs.”… djöfull er þetta orðið lang svar hjá mér, en hvað með það.
Æfingin skapar meistarann