Sé svosem engan tilgang í að mála sig kannski, en mér finnst það samt bara svalt.
En með nöfnin..
Margir tónlistamenn skapa sér sérstök nöfn sem þeir ganga undir í tónlistarbransanum. Ozzy t.d heitir ekki Ozzy, og ótalmörg dæmi önnur. Hvað í andskotanum er þá asnalegra við að Abbath kalli sig Abbath og Shagrath kalli sig Shagrath?? …
Fólk gengur flest undir Dulnefni hér á huga. Gæti þetta ekki þess vegna verið alveg eins? …
Ekkert sem segir að þeir verði að ganga undir skýrnarnöfnum sínum í Tónlistarbransanum.
Með málninguna …
Þetta er bara blackmetalculturið. Margar aðrar tónlistarstefnur hafa svona Culture. Tökum rapp sem dæmi.
Er eitthvað asnalegra að vera með sítt hár og málningu í andlitinu heldur en 5cm þykkar gullkeðjur um hálsinn og gulltennur í kjaftinum, 2kg hringa á höndunum, föt sem eru 11 númerum of stór og álíka?