Ég hef hlustað svolítið á þá. Ekki get ég nú verið sammála þeim sem segja að Kreator rokki til andskotans (það þarf töluvert meira til þess (Akercocke t.d.??). En þetta er ósköp saklaust og frekar létt þunga rokk, fínt sem svona background tónlist þegar maður er að drekka bjór og spjalla við vini sína. Þetta er ekkert nýtt, frekar lélegir spilar og almennt ekkert merkilegt. Peningunum er betur varið í eitthvað annað t.d. Black Sabbath, tónlist í svipuðum þyngdarflokki, en bara svo mikklu, mikklu betri. Ég keypti mér samt einni disk með þeim svona til að tékka á þessu. Það er stundum hægt að fá diskana þeirra mjög ódýrt á útsölum hjá tónlistarbúðunum.