Mér finnst persónulega “All my hate” og “Falling thorugh time” vera verstu lögin á disknum…mér finnst “Leave this place” vera langsamlegasta besta lagið á disknum en annars hefur þessu diskur þann kost að hann vex á manni, ég var alls ekki hrifinn af honum við fyrstu hlustun en þegar hann hafði fengið að sitja í spilaranum í nokkrar vikur er ég alfarið kominn á þá skoðun að þetta sé næstbesti diskur KoRn til þessa (Life is Peachy er ennþá í uppáhaldi). Það sem þeim tekst að gera með þessum disk er að yfirstíga nü-metal stigið sem þeir sjálfir sköpuðu og koma með eitthvað nýtt, það getur enginn sagt mér að þessi diskur sé ekki frumlegur.
Og þetta með ímyndina, ég hef aldrei orðið var við að KoRn séu að selja neina sérstaka ímynd, ekkert frekar en flest bönd og þetta sellout tal fer líka alveg hreint einstaklega í mig. When the hell did they sell out? Það að vera sell-out er að fórna hugmyndafluginu fyrir markaðshyggjuna, þ.e. fara inn í einmhvern stíl sem þú veist að munt selja. Þetta hafa KoRn að mínu mati aldrei gert.
Ég er alltaf að heyra fólk sem segir að Follow the Leader hafi verið einhver svaka sellout plata! Hún er svo fáránlega langt frá því að vera sellout plata að grunninum til, þegar hún kom út var hún eitthvað alveg nýtt, allt örðuvísi heldur en Life is Peachy, allt annar stíll af rokki. Að hafa taugar til að gefa út svona brautryðjenda plötu, hafa hugrekki til að umbylta sínum tónlistarstíl og skapa alveg nýjan stíl án þess að detta inn í einhvern stíl sem er í gangi er aðdáunarvert. Að sjálfsögðu voru ekkert allir KoRn aðdáendur ánægðir með þetta nýja yfirbragð en að kalla þá sellouts BARA afþví að þessi nýji stíll var að seljast ber bara vitni um fávisku þess sem heldur því fram.
Og síðan þegar þeir voru komnir með þessa sigurformúlu þá fóru þeir og gáfu út plötu sem var allt örðuvísi heldur en FTL, Issues, sem er allt öðruvísi plata heldur en Follow. Ég meina, ef að bandið væri sellout band hefði það ekki bara gefið út aðra folloe the leader? Haldið í það sem þeir vissu að mundi selja?
Allavegana gerðu þeir það ekki og núna gera þeir Untouchables sem er allt örðuvísi en Issues.
Sama þótt þú fílir KoRn eða ekki þa´eru þeir samt brautryðjendur og er ósanngjarnt að halda því fram að þeir hafi svikið einhver málstað <br><br>Life sucks and then you die!