Heaven Shall Burn á Íslandi 18. og 19. mars!
Þjóðverjarnir í Heaven Shall Burn komu hingað til lands eins og margir muna eflaust 2002 og 2003 og tala þeir ennþá um Ísland í viðtölum sem stað sem þeir vilja koma aftur á til að spila. Það hefur verið lengi í bígerð en orðspor HSB hefur vakið með hverju árinu og hafa þeir verið mjög duglegir að túra um allan heim undanfarin ár með hljómsveitum á borð við Kreator og Aborted svo eitthvað sé nefnt. Einnig fóru þeir á Ástralíutúr með hljómsveitinni Trivium, luku nýlega við Evrópu og Asíutúr með As I Lay Dying sem seldist allur upp og ákváðu þeir að taka stutt stopp hérna áður en þeir halda á Suður-Ameríkutúr með AILD. Þeir eru einnig fastagestir á öllum stærstu þungarokksfestivölum Evrópu eins og Wacken, With Full Force, Graspop, Summer Breeze og Hellfest og eru þeir alveg ótrúlegir live. Orkan er þvílík og þeir spila alltaf eins og hver mínúta sé sú seinasta.
Tónlistin hjá HSB myndi flokkast undir svokallað deathcore en áhrif frá gamla sænska dauðarokkinu eins og At the Gates, In Flames og fleirum leyna sér ekki í bland við þunga kafla sem fá alla til að hreyfa sig. Þeir eru þekktir fyrir afar pólitískar skoðanir sem koma fram í textunum hjá þeim og endurspegla myndböndin oftar en ekki skoðanir þeirra á stríði, illri meðferð á dýrum, mannréttindabaráttu og fleira.
Eins og síðast þegar þeir komu munu þeir verða með sérstakt Iceland merch sem verður bara selt hérna og verður líka leikur í gangi þar sem er hægt að vinna merch frá þeim (verður kynnt þegar nær dregur).
Þetta er einstakt tækifæri að sjá band á heimsmælikvarða sýna hvað í þeim býr!
Live:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=A4SYcoVyW34
Er ekki málið að taka einn svona á Amsterdam:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=eVu6noXRPto&feature=related
Gamall slagari sem fólk ætti að þekkja frá tónleikunum í denn (spóla til 1:45 fyrir þá sem tala ekki þýsku):
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jKLZilHRO6s&feature=related
http://www.myspace.com/officialheavenshallburn
http://heavenshallburn.com/
Föstudagurinn 18. mars TÞM (Hellirinn)
Húsið opnar kl 20:00 og tónleikarnir hefjast kl 20:30.
Ekkert aldurstakmark - 2000kr
Heaven Shall Burn
Endless Dark
Andlát
Dysmorphic
Laugardagurinn 19. mars Café Amsterdam
Húsið opnar kl 22:30 og tónleikarnir hefjast kl 23:00.
18 ára aldurstakmark - 2000kr
Heaven Shall Burn
Gone Postal
Angist
Ophidian I