Ég verð að viðurkenna að þegar ég samþykkti að aðstoða Changer drengina með þetta tónleikahald, að þá þekkti ég ekki bandið og renndi alveg blint í sjóinn. Það var svo ekki fyrr en fyrir svona 3-4 vikum að ég fór að tékka á tónlistinni, sem kom mér mjög þrægilega á óvart og líkt og Breytarinn hefur sagt hér ofar í þræðinum að þá hefur t.d. nýjasti diskurinn þeirra náð að vinna mjög á með ítrekuðum hlustunum. Ég varð svo enn spenntari fyrir þessum tónleikum þegar ég fór að skoða live-upptökur og sá þar að bandið virtist standa sig alveg afbragðs vel á þeim vettvangi og frammistaða kvöldsins sannaði það svo um munar. Þegar ég er farinn að syngja með á FRÖNSKU, þá hlýtur eitthvað sérstakt að vera að gerast, :) “L'Enfer C'est Le Notre!”
Anyway, það er erfitt að sjá hvor söngvarinn var betri, báðir alveg frábærir og perfect tvíeyki í raun. Tónlistin þéttari en andskotinn og gítarmelódíurnar fullkomlega hnökralausar. Hljóðmaðurinn sem er með þeim virðist mjög góður og ég er ekki frá því að ég hafi verið að upplifa eitt besta sánd sem ég hef upplifað í TÞM á þeim. Tóti hljóðmaður stóð sig líka vel með Changer og Angist… Changer stóðu sig hrikalega vel, og líklega eitt besta gigg með þeim sem ég hef séð. Eru greinilega í miklu formi. Angistin var svo ansi mikil. Edda er alveg helvíti góður söngvari. Annars er bandið að verða betra og betra með hverju performance, þó svo að þau eigi enn heilmikið í að verða tónleikaband á leveli við franska bandið og jafnvel Changer. Til þess þurfa þau að sleppa af sér beislinu meira og “finna sig” á sviðinu og eiga solid live performance.
Eins og Valli Dordingull orðaði það á Facebookinu sínu í kvöld:
“L'Esprit du Clan voru geggjaðir áðan.. skyldumæting á morgun. alveg frábært efni!”.
Það er bara ekki flóknara en það!
Resting Mind concerts