Endilega félagi og takk fyrir álitið. Ég þarf greinilega að vera nokkuð krítískari áður en ég hleð upp lögum…;-)
Konan mín kom einmitt með þetta sama: “Helvítis bank er þetta!!!” …Og ég verð víst að fara eftir því og hætta að lemja svona expressíft í strengina, annars er það bara sófinn…:-D
Allavega; ég kvarta ekki undan því sem fólk leggur til og gerist bara ákafari fyrir vikið. Vitanlega eru skiptar skoðanir á þessu dóti, en ég vil þó halda hlutunum á hreyfingu heldur en ekki og mun ótrauður koma lögum/lagasmíðum á framfæri þó eitthvað verði þau líklegast vandaðri í framtíðinni…;-)
Við gítarleikarinn erum td. ennþá að standa í að tjúna okkur saman; hann búinn að lækka gítarinn eitthvað osvf… Svo er - jú - margt annað áhugavert í vændum; þannig að, endilega fylgjast með og koma óhikað með athugasemdir. Bætir, hressir og styrkir, takk kærlega…:-)
Svona í það síðasta: Lagið sjálft (fyrir utan sóló kaflann, sem við Orobas erum ennþá að rífast yfir…) er eitthvað sem ég er mjög sáttur með og alveg í þá áttina sem ég vil fara. Ég vil nú ekki fara að falla í þá freistni að útskýra/afsaka það sem við erum að koma með; alltaf smekksatriði og sumir hverjir fíla, aðrir ekki. Hinsvegar get ég sagt - nokkurnveginn - með sanni að það sem við ‘stefnum’ á er og verður alveg sér á báti; þó ekki skyldi halda því fram að ég stefni á einhverja plússa fyrir ‘originality’. Heldur síður, vil ég notast við klisjur á þann veginn að fólk ‘kannist’ við tónverkin fremur en hitt, en við látum það koma í ljós; því fyrr því betra…;-)
…Og nú er þetta orðið ógurlegt raus hjá mér, en þegar vel er kveðið/skotið; þá stenst ég illa mátið. Takk kærlega allir hér að ofanverðu og kannski sýnist þetta skítköst í augum sumra, en fyrir mér eru þetta gullmolar alltsaman og var ég einmitt að vonast eftir þvílíku. Frábært!!!
PS: Mæspeis band í fáeina mánuði til viðbótar og svo á pallinn ef allt fer sem skyldi…;-)
Ave,
D/N