Blessuð!

Hljómsveitin Severed Crotch gaf út plötuna “The Nature of Entropy” núna í sumar og til þess að halda almennilega upp á það þá höldum við magnaða tónleika á Sódóma laugardagurinn 14. Ágúst. Platan er fyrsta breiðskífan frá klobbanum og inniheldur hún 9 lög.

Varðandi kveðjuna þá er hann Gunnar trommari að flytja úr landi eftir sumarið þannig að þetta verður síðasta giggið hjá klobbanum á íslandi í a.m.k ár. Þannig að til þess að halda upp á bæði útgáfuna, og góða stundir sem við höfum átt sem band þá höfum við fengið góða vini með okkur til þess að halda flott partý og kveðja ykkur með læti!

ANGIST opnar showið með dúndur og stæl. Angist er ný hljómsveit sem spilar eituhart dauðarokk sem á eftir að steinliggja á þessu dauða-kvöldi!

GONE POSTAL hafa sýnt og sannað að fáir slamma jafn hart og þeir(og fólkið sem er á tónleikum með þeim), og auðvitað fáum við þessa góða drengi með okkur í dauðann. Annað væri bara RUGL

SEVERED CROTCH hefur verið til í um.þ.b. 6 ár núna og höfum við spilað víða um landið og í allskonar ástöndum. Við höfum rokkað hart á öll Eistnaflug síðan 2006 og Stebbi meistari bauð okkur meiraðsegja að spila í brúðkaupsveislunni sinni, sem var með það ölvaðasta og skemmtilegasta sem við höfum gert sem band. Þar að auki höfum við spilað á flestum búllum á reykjavíkursvæðinu og víðar, gefið út 2 promo og loksins eina breiðskífu. Þetta verður allt haldið upp á og minnst með bros á vör á þessu útgáfu/kveðju giggi! Við munum spila lög af plötunni í bland við eldra og nýrra efni

The Nature of Entropy og annar Severed Crotch varningur verður til sölu á svæðinu

Þannig að þetta er svona:

HVAR: Sódóma Reykjavík

HVENÆR: Laugardagurinn 14 ágúst

VERÐ: FOKKING FRÍTT INN, ALLIR AÐ MÆTA!

held að það sé 18 ára inn á Sódóma


*Það á ein hljómveit eftir að bætast við lænöppinu

Hlökkum til að sjá sem flesta og kveðja ykkur með góðu giggi!
Severed Crotch