Metallica: Ef við ætlum að tala um þá frá sjónarhorni thrash aðdáanda þá seldu þeir sig alveg harkalega eftir black album og munu aldrei ná þeim hæðum aftur. En þeir hafa hinsvegar stórbætt sig frá því þeir náðu á botninn í st. anger. Live settinn þeirra eru orðin
svakaleg, og death magnetic er skref í rétta átt.
Slayer: Gera sitt besta, hafa ekki breytt mikið um stefnu frá upphafi, props fyrir það. Tom er skiljanlega slappur, en Lombardo bætir upp fyrir það:P
Megadeth: Þéttir eins og alltaf, gott að sjá ellefson aftur.
Anthrax: Ein uppáhalds thrash hljómsveitin mín, en ef john bush eða dan nelson væru með þá myndi ég skreppa út á meðan þeir spiluðu. Að reka belladonna voru verstu mistök sem þeir hafa gert á ferlinum, gott að hann sé kominn aftur.
Þessar hljómsveitir eru allar í uppáhaldi hjá mér, búinn að kaupa miða, get ekki beðið!