Pestilence (NL) með tónleika á Sódóma Reykjavík 28. maí

Goðsagnakennda hljómsveitin Pestilence frá Hollandi er væntanleg til landsins 28. maí til að spila á tónleikum á Sódóma Reykjavík. Um er að ræða eina allra þekktustu dauðarokkssveit heimsins, en sveitin sem var stofnuð 1986 átti þátt í að móta og þróa þessa tónlistarstefnu á sínum tíma.

* BLÁSIÐ TIL ALLSHERJAR ÞUNGAROKKSVEISLU *
Þegar kom að því að velja upphitunarsveitir var það ákveðið að gefa fleiri heldur en færri sveitum kost á að fá tækifærið til að spila með meisturunum og verður áhersla þeirra lögð á hnitmiðuð en jafnframt stutt sett, þar sem þær gefa áhorfendum brot af sínu besta. Sveitirnar eru:

WISTARIA - Þessir drengir komu, sáu og sigruðu á Wacken Metal Battle um miðjan mars og verða fulltrúar Íslands á Wacken Open Air í sumar, ásamt Sólstöfum. Ekki slæmt að eiga 2 sveitir á þessu víðfræga þungarokksfestivali.

IN MEMORIAM - Sveit sem var stofnuð 1990 og því stofnuð um það leiti sem frægðarsól Pestilence var að rísa fyrir alvöru og því alveg borðleggjandi að fá risaeðlurnar til að hita upp fyrir aðrar risaeðlur. In Memoriam hafa heldur aldrei verið betri en einmitt nú og eru komnir á fullt aftur.

ATRUM - Líklega frambærilegasta svartmálmssveit Íslands um þessar mundir. Frammistaða þeirra á Wacken Metal Battle og svo sem upphitun fyrir Urkraft síðla mars bar þess augljóslegt vitni. Handan hornsins bíður svo ný plata, metnaðarfullt verk sem á án efa eftir að verða næsta meistaraverk íslenskrar þungarokkssögu.

GRUESOME GLORY - Þessir ungu drengir frá Akureyri hafa tekið reykvísku metalsenuna jafnt sem þá akureyrsku með miklum stormi. Án efa ein efnilegasta metal sveit landsins og þeir sem ekki hafa séð þessa drengi á tónleikum eiga eftir að sjá mikið.

* UPPLÝSINGAR UM TÓNLEIKANA *
Dagsetning: Föstudagurinn 28. maí.
Staður: Sódóma Reykjavík
Húsið opnar 22:00 - Byrjar 23:00 (stundvíslega!)

* FORSALA AÐGÖNGUMIÐA *
Forsala aðgöngumiða er á midi.is en miðaverði er verulega stillt í hóf miðað við tíðarfarið eða einungis 2.000 kr. fyrir þessa veislu.
http://midi.is/tonleikar/1/5893/

Bætt við 22. apríl 2010 - 02:23
Þess ber að geta að í ógæti skrifaði ég Urkraft en ekki Urfaust. Atrum hituðu upp fyrir Urfaust í mars, ekki Urkraft…
Resting Mind concerts