Við í Vulgate ætlum að halda upphitunartónleika fyrir Músíktilraunir núna á fimmtudaginn. Við erum að fara að spila á undankvöldi músíktilrauna núna næsta mánudag og við þurfum að dusta aðeins af tónleikaskónum. Og okkur vantar 2-3 hljómsveitir til að spila með. Helst í gær, ef þín hljómsveit hefur áhuga endilega svara þráðnum, senda mér pm, eða þá að það er bara hægt að hringja í mig í síma 663-8664.
Má svosem vera hvaða stíll sem er. Samt skárra að það sé eitthvað heavy rock eða metall, svo þetta passi nú allt saman. Varla sniðugt að hafa popp sveit og svo metal sveit á eftir.
Tónleikarnir eru á Gamla Bókasafninu núna á fimmtudaginn.