Hann hefur að vísu tryggt sér slatta af miðum, en með þeim fyrirvara að hann geti skilað þeim miðum sem hann nær ekki að selja. Þetta þýðir að þegar kallið kemur frá þjóðverjunum til hans til að athuga stöðuna (hversu marga miða hann actually ætlar að kaupa af þeim), þá verð ég að gefa stöðuna hjá mér, og ég hef ekki í hyggju að gefa upp fleiri miða en ég hef actually fengið borgun fyrir sjálfur. Annað væri lánastarfsemi hjá mér og áhætta sem reynslan sýnir að sé mjög fallvölt, því ef menn skrá sig, og hætta svo við, áður en borgað er, þá sit ég uppi með miðann og þarf að koma honum út ellegar borga fyrir hann úr eigin vasa.
Ég veit ekkert hvað Kasper ætlar að gera þegar kallið kemur, hvort hann ætlar að taka einhverja auka miða til að selja (og taka þá áhættu sjálfur), eða bara segja málið gott.
Þannig að ef menn vilja með þessari ferð, þá er málið að tryggja sér miða hið fyrsta. Ef menn eru peningalitlir, þá bendi ég á það að ferðin er greidd með kreditkorti og ef menn eru með hefðbundin kreditkort (s.s. ekki fyrirframgreidd), þá berst reikningurinn fyrir greiðslunni ekki fyrr en í fyrsta lagi við næstu mánaðarmót, og ef menn detta inn á nýtt kortatímabil (sem hefst vanalega 18. dags hvers mánaðar), þá kemur rukkunin ekki fyrr en mánaðarmótin þar á eftir. S.s. greiðsla 18. janúar kemur til greiðslu í byrjun mars.
Einnig vil ég benda á að menn geta valið að borga ferðina með afborgunum, en fyrsta afborgunin tryggir miðann og er þá e.t.v. lausnin fyrir þá sem vilja skipta greiðslunni eitthvað.
Resting Mind concerts