Nú leiðist mér alveg rosalega þegar einhver tekur sig til og segir um eitthvað að það sé ekki svona-eða-hinsegin.
En ég ætla nú samt að segja það um Ved Buens Ende, að þeir geta varla verið blackmetal, a.m.k. ekki á Written in Waters (hafa þeir gert eitthvað meira?). Þar þóttu mér þeir miklu frekar vera einhverslags “artý-fartý” semi-metal með ekkert alltof góðum söng og frekar þreytandi “grim voice”. En þetta er nú sennilega bara persónulegur smekkur - sem er jú breytilegur og erfitt að deila um.<br><br>Þorsteinn.