Núna er komið að þeim tímapunkti að við í Blindcrest þurfum að fara að manna bandið þar sem við erum komnir með nóg efni í plötu og/eða gott gigg.
Okkur vantar einhvern góðan söngvara sem helst getur growlað sem og sungið clean vocals. (Ekki skemmir fyrir ef hann kann líka á bassa)
Einnig höfum við hljómborðsleikara í huga, þar sem hljómborð gæti passað vel við tónlistina.
Tónlistin sem við spilum er blanda af deathmetal og blackmetal með miklum progressívum áhrifum. Sem dæmi um áhrifavalda mætti telja upp Opeth, Shining, <Code>, Virus, Oranssi Pazuzu, Gojira og marga aðra. Við höfum ekki spilað á tónleikum en höfum samt frekar mikla reynslu af tónleikahaldi og spilun.
Þess má til gamans geta að við erum á leiðinni á næstu vikum að taka upp fjögra laga demo.
Til að hlusta: www.myspace.com/blindcrestice (Upptökurnar eru bara af gítarnum og bassa, trommurnar eru tölvutrommur).
Við erum á aldrinum 19-20 ára og erum helst leitandi af færum hljóðfæraleikurum á þeim aldri og ekki skemmir fyrir ef þeir eru tussuskemmtilegir.
Ef þú hefur áhuga, postaðu bara hér fyrir neðan eða hringdu í síma 699-6129.