Austurríska symphonic black/deathmetalgrúppan Hollenthon létu bíða eftir sér í heil átta ár frá því að þeir gáfu út fyrstu tvo diskana sína þar til meistarastykkið Opus Magnum kom út í fyrra, svo ég átti alls ekki von á meiru nýju frá þeim strax. Mér brá því örlítið þegar ég fékk auglýsingabækling frá Napalm Records inn um lúguna í dag (skil ekki hvers vegna þeir geta ekki bara sent email eins og aðrir, en það er annað mál) og sá auglýsta nýja EP plötu með þeim, “Tyrants and Wraiths”, sem mun koma út í kring um næstu mánaðamót. Fór beint á MySpace'ið þeirra og viti menn, þar er hægt að heyra titillagið.

[Hlekkur]

Hvernig finnst ykkur?
Peace through love, understanding and superior firepower.