Þeir hafa þegar komið tvisvar,og þegar þeir komu 2004 og 2005 þá voru þeir ekki orðnir nærrum því eins stórir og þeir eru orðnir í dag, svo ég efast um að þeir séu eitthvað á leiðinni hingað aftur. Sá þá reyndar ekki á Íslandi og hef heyrt að þeir voru frekar slakir,en sá þá á Sweden Rock Festival núna í sumar og þar voru þeir geðveikir, með ótrúlega flott show og voru með helling af pyros og allskonar drasli á sviðinu. Og svo aðalatriðið fyrir því að ég var ánægðari með að hafa séð þá í Svíþjóð heldur en hér var það að þegar þeir komu til Íslands voru With Oden on Our Side og Twilight of the Thunder God ekki komnar út og With Oden on Our Side er að mínu mati langbesta platan þeirra og hún kom mér inní Amon Amarth, væri ekkert til í að fara á show með þeim þar sem engin lög af henni yrðu tekin.