Málið er einfaldlega það held ég að það eru frekar fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem púllar all-ages gigg núorðið. það er verið að loka hljómalind, en þar hefur verið mikið af punk/hc/metal giggum í sumar. Hellirinn er einfaldlega of stór miðað við hversu slök mætingin hefur verið þar undanfarna mánuði þannig að fá bönd nenna að spila þar lengur. Hitthúsið er einfaldlega leiðinlegur tónleika staður þar sem að oftast er sándið algjör drulla. Síðan er það hvað, Molinn(heitir það ekki það annars?)í kópavoginum og einhverjir félagsmiðstöðvar og menntaskólar sem bjóða upp á tónleikahald, en á þannig stöðum er oftast lítið sem ekkert backline í boði fyrir hljómsveitir, sem kemur sig ílla fyrir bönd sem eiga ekki t.d. öflugt söngkerfi og þannig.
Held það vanti bara fleirri og betri tónleikavenue sem eru ekki eikkva lengst í burtu.
Annars eru nóg af tónleikum í boði, flestir þeirra eru bara á stöðum sem selja áfengi og þess vegna nenna ekki öll bönd að auglýsa hér á Huga þar sem flestir notendur hérna á Hugi-metall eru undir lögaldri