Ekki spurning. Uppáhalds metaldiskurinn minn, sá besti að mínu mati með hljómsveitinni og í metalgeiranum yfirleitt: meistaraverk Metallicu …And Justice For All. Spilist hátt með miklum bassa :) (Þess má til gamans geta að þetta var einn fyrsti metal-diskurinn sem ég fílaði.
Hinir fylgja vissulega fast á hælana, Master Of Puppets, Ride The Lightning, og erfitt að gera upp á milli Kill'Em all og Metallica(svarta albúminu). En mér finnst þeir hafa náð toppnum, fullkomnum með þessum yndislega stórkostlega diski,…justice. Áleitinn, dimmur, dramatískur, þungur, hraður, en um leið einnig fallegur. Hvað meira getur maður sagt… mig skortir orð… VAAAAÁÁÁ
(Myndbandið fyrir ,,One" er flottasta myndband sem ég hef nokkurn tíma séð. Og mér til stuðnings vil ég geta þess að það var kosið 3 ár í röð í fyrsta sæti í top 40 wiewers choice í Friday Rockshow á VH1 (auk þess sem lagið er stórfenglega æðislegt :))